Dúkur móður náttúru (Léreft, trélitir, útsaumsgarn)

Nemendur Fellaskóla, Hagaskóla, Laugalækjaskóli, Laugarnesskóla ogLandakotsskóla

Vistspor hvers Íslendings er með því stærsta í heimi, vegna mikillar neyslu. Við erum að eyða upp náttúruauðlindum og vistkerfum hraðar en þau endurnýja sig. Hugtakið vistspor er neikvætt. Handspor eru jákvæð skref sem þú getur tekið til að minnka vistsporið. Þegar við breytum eigin lífstíl þá stækkum við eigið handspor.Í verkefninu velta þátttakendur fyrir sér hvernig þeir vilja stækka eigið handspor til að vernda náttúruna. Verkefnið er undir handleiðslu Ásthildar Jónsdóttur, Ýr Jóhannesdóttur og Alexíu Rós Gylfadóttur.