Ævintýrafuglar og búsvæði þeirra

Nemendur Landakotsskóla sýna búsvæði fugla og þá sjálfa spígsporandi, kúrandi, fljúgjandi og úr leir, ull og pappír.

Á tímum hnattrænnar hlýnunnar og frétta um dýr í útrýmingarhættu getur okkur öllum fallist hendur frammi fyrir vandanum. Hvernig er best að fjalla um þessi erfiðu málefni án þess að valda angist og svartsýni? Er leiðin mögulega sú að tengjast náttúrunni á sem fjölbreytilegastan máta? Að rannsaka fuglana, blómin og skordýrin og læra hvað þau heita? Að mynda djúp tengsl við náttúruna með sköpun og gleði að leiðarljósi?

Louise Harris sýndi nemendum margs konar myndir af fuglum og hver og einn vann teikningar sem urðu grunnur að þæfðu verki þar sem vísindi og staðreyndir fengu að víkja fyrir ímyndunaraflinu.

Nemendur Stefaníu Stefánsdóttir skoðuð íslenska varpfugla og í hugarheimi barnanna urðu til nýrri og litfegurri tegundir en þær sem við sjáum oftast í móum landsins. Nemendur Sinead Aine McCarron unnu hreyfimyndir þar sem vængir og hreyfingar fugla voru rannsökuð.