Náttúruljóð
Nemendur í 9. bekk Hagaskóla undir handleiðslu Benna Hemm Hemm unnu ljóð um náttúruna. Þegar nemendur höfðu náð tökum á bragfræðilegum atriðum eins og rími og ljóðstöfum fikruðu þeir sig áfram. Með jákvæðni, fjölbreyttri kennslu, ákveðinni íhaldssemi og virðingu fyrir sögunni ásamt opnum huga fyrir nýjungum má sjá að hægt er að gera ljóðakennslu eins eftirsóknarverða og frjóa og hugurinn girnist.
RUSL
Fiskar eru að borða plast
Plast er ljótt
Pöndur eru að deyja
alltof fljótt
Bílar eru að menga
dag og nótt
Jörðin er að hitna
framtíð eyðist skjótt
Núna er alltof heitt
Ég er að deyja úr kulda
Náttúran er breytt
Betri jörð, allir skulda.
Ljóð 9VGS
Sigmundur Davíð fer á N1 og setur bensín á rafmagnsbílinn
Jón Jónsson fer til Noregs að ná sér í olíu
Farðu í flugvél og sprengdu upp Ellingsen með kjarnorkusprengju
Nettó er hryðjuverkasamtök sem framleiðir plast
Það er svo mikið af ranghugmyndum í gangi
þetta meikar engan sens
Fólk heldur að svarið sé
að banna hluti
Umhverfið, þetta er rugl
Ekki berjast, stríð er wack
það gerir mikinn umhverfisskaða
Fokk Nestlé, fokk kjarnorkuver
Fokk rör og Obamacare
Fiskar busla í rusli
ég ignora það og fer í sund
Borða umhverfisvænan mat
Stormtrooper á kúlum
Dansarar á súlum
Samfélagsmiðlaeitur
Jesús er feitur
Óendurnýttir símar
skemma jörðina
fyrir hjörðina
EITUR
Kæfandi spennutreyja kredduverks fortíðarinnar
hamfarir nútímans, sóun á jörð
sem slátrar einu eilífðar smáblómi með titrandi tári
kynslóð og forfeður, fórnarlömb kapítalismans
Bleikur himinn rugnir súru
Neysla, plast, eyðing á æsku
Bráðnun jökla, drukknun barna
Ennþá er von og vonin er okkar
Vonin er barátta
Ollie don´t want no smoke
Curtis Jones fílar ekki mengun
Nike fílar ekki Óla Kalla
Það er alltof mikið plast í sjónum
#savetheturtles
Jörðin er að hlýna
Trump er fretandi belja
Brewster mengar þegar hann tekur flugvél
Greta Thunberg er skotin í trjám
Jöklarnir eru að bráðna
fjöldaframleiðsla á ginger nuts
Viltu reykinn?
Það mengar
Ollie don´t want no smoke
Ein hugmynd: Plasttré
#WewantFinnurback
HÆGT PLASTSJÁLFSMORÐ
Himinninn er að hitna, sjórinn er að hækka
þetta er ekki tölvuleikur
Fólk deyr út af peningum
peningar eru tré
Óhrein plastrigning
Jökullinn verður heitapottur
Við sjáum dýrin sem rusl
Hiti, eldur, útrýming
Við erum lifandi sóun
með eintóma eftirsjá
Brennd dýr í Costco
Rest in peace pandabirnir
Guðni Th.
Jörðin er frábær
Jörðin gefur okkur líf
Við gefum jörðinni rusl
mengun, sóun og plasteyjur
Hættum að nota plast
löbbum meira, keyrum minna
Framleiðum minni pappír
Við erum bara með eina jörð
Guðni Th., hvað getur þú gert?
Geturðu bannað bensínbíla
fyrir árið 2025?
Bráðnaður ostur
Hringjum í Elon Musk og flytjum
því það er komið neyðarástand
Hækkun yfirborðs sjávar
skjaldbökur að deyja
Allt að brenna
Fake 12 ár
kaupa föt
alltaf að máta
Svava fer að gráta
Ríkisstjórn hlustið
Framtíð okkar, ekki ykkar
Lýsið yfir neyðarástandi
það þarf eitthvað að breytast
Þetta er ekki mikill kostur
Jón er ostur