Markmið: Auka áhuga þátttakanda á náttúrulegu umhverfi. Að þeir öðlist reynslu af því að afrakstur lista og handverks einskorðast ekki við listviðburði, sýningar og verkstæði heldur að allt umhverfi okkar og daglegt líf mótast af listum og getur verið uppspretta sköpunar. Að þátttakendur upplifi í verki að þeir geta haft áhrif á umhverfið sitt og tekið þátt í að móta menningu eigin nærumhverfisins. Verkefnið gefur forsendur til að opna farveg til að skoða og meta eigin gildi og viðhorf til að geta tekist á við hið ófyrirséða sem framtíðin ber í skauti sér.
Tilraun#1
Farðu út og finndu 20 náttúrulega hluti af því sama. Þetta getur verið stórt eða smátt. Þú verður bara að taka það inn í hús.
Raðaðu hlutunum upp og skráðu hjá þér 4 atriði sem gera það að verkum að þetta er sami hluturinn. Skráðu einnig hjá þér fjögur atriði sem gera það að verkum að þú getur greint á milli hlutanna.
Raðaðu hlutanum upp eins og um vísindaniðurstöðu væri að ræða og taktu ljósmynd. Settu myndina hér neðst í þetta skjal á viðeigandi stað eða sendu á kennara.
Hollenski listamaðurinn herman de vries sem kýs að skrifa nafn sitt með lástöfum er áhugaverð kveikja að verkefni sem þessu. https://www.google.com/search?q=herman+de+vries&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjEwdTBqJTrAhXVTxUIHZeoCTsQ_AUoAXoECBQQAw&biw=1344&bih=700#imgrc=IupArbmICDPS_M
Tilraun #2
Taktu hlutina þína upp sem þú valdir í tilraun #1 og raðaðu þeim upp á áhugaverðan listrænan hátt. Hafðu í huga myndbyggingu, sjónarhorn, form og spennu.
Í þessu samhengi er áhugavert að skoða verk Nils-Udo https://www.google.com/search?q=nils+udo&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwiB2NehrZTrAhVyVBUIHWi4Bp4Q_AUoAXoECBYQAw&biw=1344&bih=661
og Andy Goldsworthy https://www.google.com/search?q=Andy+Goldsworthy&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwiOx5THrZTrAhUbURUIHfDiCDcQ_AUoAXoECBwQAw&biw=1344&bih=661&dpr=2.5
Tilraun #3
Veltu fyrir þér hvernig þú gætir breytt efniseiginleikum eins af þessum náttúrulegu hlutum sem þú valdir. Í því samhengi skaltu draga ályktun um sambands manns og náttúru og hvernig manneskjan er stöðugt að breyta eiginleikum náttúrulegra fyrirbæra. Gerðu tilraun og skráðu hjá þér niðurstöður þínar. Taktu mynd til að kynna fyrir samnemendum.
Kennslufræði:
· Paulo Freire lagði áherslu á að nemendur gætu með eigin orðum fjallað um eigin gildi og deilt þeim með samnemendum sínum.
· Ýmsir fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að efla áhuga nemenda á umhvefisvernd með listum. S.s. Teresa Torres, Pani Stathopoulou, Meri-Helga Mantere, Hames Hillman, Elliot Eisner.
· Með því að ræða og krifja sín hjartans mál þá gefast forsendur til að tengja milli sviða/ greina. Slíkt getur flokkast undir það sem er kallað fyrirbærafræðileg kennsla (e. phenomenon based learning), intergrated learning, þverfaglegt og samþætt nám.
tilraunir