Jökla gjörningur
4-5 ára nemendur í leikskólanum Sæborg unnu þetta videoverk undir handleiðslu Jelenu Bjeletic
Bráðnun jökla er eðlileg, en hins vegar er hraðinn sem það gerist á núna án fordæma. Þessa hröðu bráðnun má tengja hlýnandi loftslagi sem veldur því að það vorar fyrr, og meira og meira af úrkomu fellur sem rigning en ekki snjór.
Nemendurnir unnu með mislitan pappír sem þeir krumpuðu og lögðu til á ljósaborðinu til að heiðra íslensku jöklana. Þau ljósmynduðu sjálf fallegu formin sem þau bjuggu til.