Í tilefni af degi íslenskrar náttúru fór Jelena Bjeletic með nemendur sína á Sæborg í Öskjuhlíð til að skoða og upplifa. Þau leikuðu sér að því að grípa fegurðina inn í spegla og skoðuðu sig í henni. Þau fundu griðarstaðinn sinn og bjuggum sér til skjól úr greinastofnum sem þau fundu undir trjánum. Þar áttu þau svo kyrrðarstund í skjólinu sínu og þökkuðum náttúrunni fyrir, gáfum henni til baka hugsanir þakklætis- og umhyggju sem þau fundu í hjörtum sínum. Á endanum söfnuðu þau smá skógarlykt í poka. Í leikskólanum flokkuðu þau fundinn efnivið og römmuðum inn í litla kassa og poka. Þau hugsuðu um áferð, stærð, form en mest um lykt. Börnin bjuggu til sumarbúðstaðlykt, regnbogalykt, húsalykt, jólalykt...Efniviðurinn verður aðgengilegur börnunum til leiks og náms næstu daga og það verður spennandi að sjá hvert það leiðir þau.