Fegurð fjölbreytileikans  (Blönduð tækni)

Skordýr unnin af nemendum úr Laugarnesskóla, Vogaskóla og Sæborg, undir handleiðslu Guðrúnar Gísladóttur, Þóreyjar Hannesdóttur og Jelenu Bjeletic.

Skordýr eru afar mikilvæg í náttúrunni og nauðsynleg í ýmsum ferlum, eins og til dæmis niðurbroti lífrænna efna og frævun blóma. Þau eru lífsnauðsynleg fæða fyrir mjög mörg dýr og sumar plöntur. Skordýr eru ómissandi í vistkerfum lands og ferskvatns og er þjónusta þeirra við vistkerfin bráðnauðsynleg fyrir afkomu mannsins. Skordýr eru helmingur allra dýrategunda á jörðinni. Þau eru almennt ekki vinsæl dýr því stundum trufla þau okkur og stinga. En við getum ekki verið án þeirra. Skordýr eru mjög mikilvæg fyrir matvælaramleiðslu í heiminum auk þess sem þau eru sjálf fæða fyrir aðrar dýrategundir.Skordýr fjölga sér hratt. En samt eru það skordýrategundir sem deyja hraðast út af öllum dýrategundum. Með því að eitra er ekki bara verið að drepa skordýr heldur líka koma í veg fyrir að plöntur þrói náttúrulegar varnir.