Fjórir skólar tóku þátt í þverfaglegum listasmiðjum sem Hanna Gréta Pálsdóttir leirlistamaður leiddi. Hver listasmiðja var kennd í fjögur skipti í tveimur samliggjandi kennslustundum. Í yrsta kennslustund færi í vettvangsferð út frá hverjum skóla til að safna jarðefnum. Allir nemendur fengu poka eða box til að safna grjóti, sand, laufum, litlum greinum eða öðru sem vakti áhuga þeirra á að brenna í leirinn til dæmis ál eða gler. Rusl eða plast var ekki hluti af efnivið í tilraun. Allir nemendur skráðu niður í skissubók hvað þeir fundu, tóku myndir til að setja í vinnubók eða skissuðu. 

Næsta skref á degi tvö var að búa til prufubakka í steinleir fyrir jarðefnin sem þau söfnuðu á degi eitt. Allir prufubakkarnir urðu að hafa brúnir til að koma í veg fyrir að það sem verið var að brenna myndi leka á hillurnar í keramik ofninum. Leirlím var sett á flatan