Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir er lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands ásamt því að vera nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands. Umhverfisheimspeki hefur verið í forgrunni í verkum hennar síðan hún hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í Values and the Environment frá Lancaster University og doktorsgráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðbjargar beinast að umhverfisfagurfræði, umhverfissiðfræði, fyrirbærafræði, skynjaðri þekkingu, líkamleika, landslagi, þverfaglegu starfi og þátttöku
Fyrirlesturinn Landslag, fegurð og fagufræði https://www.youtube.com/watch?v=xOxNNUI6dNY&feature=youtu.be
Erindið byggir á doktorsverkefninu „Íslenskt landslag: Fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um umhverfismál.“ Í verkefninu er fjallað um hugtökin landslag og fegurð, um merkingu og gildi fagurfræðilegra upplifana af landslagi og hlutverk slíkra gilda í ákvarðanatöku um umhverfismál. Fagurfræðilegt gildi landslags hefur á síðustu áratugum ekki skipað stóran sess í ákvarðanatöku um náttúruvernd eða nýtingu þrátt fyrir að það sé eitt af mikilvægustu gildum sem íslensk náttúra býr yfir. Í erindinu verður sérstök áhersla lögð á að skoða stöðu fagurfræðilegra gilda í kerfum ákvarðanatöku og hvernig bæta má þá stöðu.
Fyrirlestureinn Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu https://www.youtube.com/watch?v=xOxNNUI6dNY&t=4s
Erindið byggir á doktorsverkefninu „Íslenskt landslag: Fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um umhverfismál.“ Í verkefninu er fjallað um hugtökin landslag og fegurð, um merkingu og gildi fagurfræðilegra upplifana af landslagi og hlutverk slíkra gilda í ákvarðanatöku um umhverfismál. Fagurfræðilegt gildi landslags hefur á síðustu áratugum ekki skipað stóran sess í ákvarðanatöku um náttúruvernd eða nýtingu þrátt fyrir að það sé eitt af mikilvægustu gildum sem íslensk náttúra býr yfir. Í erindinu verður sérstök áhersla lögð á að skoða stöðu fagurfræðilegra gilda í kerfum ákvarðanatöku og hvernig bæta má þá stöðu.
Fyrirlesturinn Beauty, art and landscape https://www.youtube.com/watch?v=MFt87bQYW84
The presentation of Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, PhD., Philosophy (University of Iceland): Beauty, art and landscape - phenomenological perspective on the concept of beauty. Presentation at Ritual Museum´s yearly Rite Days September 2015