Vika 6
Nú styttist í Viku6 en hún verður 6.-10.febrúar 😊.
Verið er að útbúa fræðslumyndbönd sem verða birt á UngRÚV í viku6, veggspjöld eru í prentun og verða afhent skólum.
Kynfræðsla yngsta stig - Hér er að finna námsefni og kveikjur í kynfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla og frístundamiðstöðva.
Kynfræðsla miðstig - Hér er að finna efni til að nota í kennslu í kynfræðslu fyrir miðstig grunnskóla og frístundamiðstöðva. Í verkfærakistunni má finna kveikjur, myndbönd, verkefni, fróðleik og margt fleira.