Það eru til margs konar fjölmiðlar sem allir birta upplýsingar, sem geta verið bæði réttar og rangar
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
greint frá margvíslegum formum af miðlum (t.d. útvarp, sjónvarp, bækur, dagblöð, internetið og samfélagsmiðlar.
rætt um að efni frá miðlum geti verið bæði satt og ósatt og að mikilvægt er að vera gagnrýninn á efnið.
áttað sig á að ekki eru allar upplýsingar sem nálgast má í gegnum miðla eru sannar.
sýnt fram á getu til að vera gagnrýninn á það sem má nálgast í gegnum miðla.
Það er margt sem getur haft áhrif á okkar eigin ákvarðanir, þar á meðal fjölskylda, menning, staðalímyndir kynja, jafningjar, áhrifavaldar og hinir ýmsu miðlar.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
greint frá því hvaða þættir geta haft áhrif á þær ákvarðanir sem nemandinn tekur.
rætt á gagnrýninn hátt hvernig eigin ákvarðanir hafa orðið fyrir áhrifum af utanaðkomandi þáttum.
lýst eigin upplifun á þeirri staðreynd að ákvarðanir hans verða fyrir áhrifum úr margvíslegum áttum (sbr. meginviðmiðið).