Líkamsímynd - Allir líkamar eru einstakir og mikilvægt er að vera ánægður með eigin líkama.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
greint frá því að allir líkamar eru einstakir.
útskýrt hvað felst í því að vera stoltur af eigin líkama.
kunnað að meta eigin líkama.
lýst því hvernig nemandanum sjálfum líður með eigin líkama.
Kynþroski er tími líkamlegra og tilfinningalegra breytinga sem eiga sér stað eftir því sem barn vex og þroskast.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
skilgreint hvað kynþroski er.
greint frá því að þegar einstaklingur þroskast felur það í sér líkamlegar og tilfinningalegar breytingar.
áttað sig á að kynþroski er eðlilegur og heilbrigður hluti af því að fullorðnast.
Kennsluhugmyndir