Að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk

Það er mikilvægt að skilja muninn á milli líffræðilegs kyns og kynvitundar

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • gert greinarmun á því hvað líffræðilegt kyn er og hvað kynvitund felur í sér.

  • sagt frá því hvernig hann sjálfur upplifir sitt líffræðilega kyn (og mögulega kynvitund).


Fjölskyldur, einstaklingar, félagar og samfélög eru upplýsingaveitur á kynlíf, kyn, kynvitund og kynferði.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sagt frá því hvaðan upplýsingar um kynlíf, kyn og kynvitund koma.

  • skoðað á gagnrýninn hátt hvernig hugmyndir okkar um kyn og kynvitund verða fyrir áhrifum úr margvíslegum áttum.


Aðrar hugmyndir.

  • Skoða barnaþætti eða barnamyndir og velta fyrir sér hvernig kynin birtast. T.d. "Af hverju eru Tommi og Jenni strákar? Gætu þeir verið stelpur".

  • Skoða leikföng eða liti. Stelpudót/strákadót. Stelpulitur/strákalitur.

  • Búa til sögur út frá hefðbundnum ævintýrum og snúa kynhlutverkunum við.