Kyn- og æxlunarfæri

Allir hafa kyn- og æxlunarfæri og það er algengt að börn hafi spurningar um þau.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst því hvernig líkamshlutar eiga þátt í kynheilbrigði og æxlun.

  • áttað sig á að það er eðlilegt að vera forvitinn um eigin líkama og hvernig hann starfar.

  • greint frá því að allir líkamar eru einstakir og eru breytilegir í stærð, lögun, gerð og einkennum.

  • borið kennsl á fullorðinn einstakling sem hann treystir til að spyrja spurninga um kyn- og æxlunarfæri, kynþroska og kynhegðun.


Líkami kvenna getur losað egg á tíðarhring þeirra og líkami karla útbýr sæði sem losnar með sáðláti. Báðir þessir atburðir eru mikilvægir fyrir æxlun og frjóvgun.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst helstu þáttum sem koma að frjóvgun (t.d. tíðarhringnum, egglos, sáðframleiðslu og sáðlát).

  • útskýrt að bæði líkami kvenna og karla leika mikilvægt hlutverk þegar kemur að æxlun.