Jafnréttisskólinn

Hlutverk Jafnréttisskólans er að skapa vettvang og miðla þekkingu á jafnréttismálum til starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Annað hlutverk skólans er að veita ráðgjöf og stuðning varðandi ýmis málefni sem varða jafnréttismenntun, mannréttindi og kynheilbrigði.


Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir öll til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu öll taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis