Verkefnið: Gæludýr leggur áherslu á að hanna út frá öðrum. Hér þurfa nemendur að fara í rannsóknarvinnu og setja sig í spor gæludýrsins.
Áætlaður tími í verkefnið: Fjórar kennslustundir, þar sem hver kennslustundin er 40 mínútur.
Undirbúningur kennara:
· Vera með skissubók fyrir nemendur, notast við stafrænt hugakort eða notast við blöð og blýant
· Stofna aðgang fyrir nemendur í Tinkercad
· Hafa innskráningarkóðann sýnilegan
Uppbygging kennslustundar:
· Innlögn kennara
· Nemendur vinna sjálfstætt á meðan kennari leiðbeinir
· Yfirferð, jafningjamat
· Nemendur legga lokahönd á verkefnin sín
· Sjálfsmat
Hæfniviðmið úr aðalnámskrá sem tengjast verkefninu:
· Sjá hæfniviðmið úr Aðalnámskrá í töflu hér að neðan
Námsmat:
· Leiðsagnarmat í kennslustund
· Nemendur fylla út sjálfsmatið í lok verkefnisins.
· Jafningjamat í yfirferð
· Loka frammistöðumat þar sem verið er að prófa hæfni nemenda við að beita þekkingu sinni og leikni. Kennari er þannig ekki að meta lokaafurð heldur ferlið í heild sinni.
Yfirferð:
Þegar nemendur eru komnir að þættinum prófun og mat er yfirferð. Þá fara nemendur yfir verk hvort annars. Kennari varpar uppá skjá og fær samnemanda til að tala um verkið. Nemendur geta notað grunnþætti og meginreglur hönnunar sér til stuðnings til að átta sig betur á hvað skal horfa eftir í hönnun. Ef nemenur eru ekki vanir yfirferð hefur reynst vel að biðja nemenur að lýsa verkinu með því að nota orðin úr grunnþáttum og meginreglum hönnunar
Sjálfsmat:
· Við lok verkefnisins fylla nemendur út sjálfsmat