Markmiðið með hugarkortinu er að virkja sköpunarkraftinn, finna aðalatriðin og skrá hugmyndir
Byrjaðu á að velja viðfangsefni
Orðið getur verið hlutur t.d stóll, vasi, standur eða verðlaunagripur.
Einnig er hægt að byrja með viðfanfsefni einsog gæludýr, sjálfbærni, eldra fólk, börn eða nemendur.
Orðið getur verið nær hvað sem er t.d ferðalög, ritgerð, skrúfa, fótbolti, mold
Orðið sem þú velur setur tóninn fyrir hugakortið þitt
Taktu blað og blýant eða notaðu stafrænt hugakort.
Skrifaður orðið á mitt blaðið og dragðu hringt í kringum það
Dragðu strik út frá hringnum og veltu fyrir þér helstu flokkum sem tengjast orðinu.
Dæmi: ef orðið í miðjunni væri stóll geta flokkarnir verið - fætur - sessa - bak - armur - áklæði - tilgangur - virkni
Út frá hverjum flokki skaltu skrifa nokkur orð sem tengjast orðinu
Dæmi:
Fætur:
með dekkjum
þrjár
efni
Tilgangur
Barnastóll
Hægindastóll
Tölvustóll
Bæta við undirgreinum
Frá hverri grein getur þú bætt við undirgrein sem útskýrir nánar fyrra orðið eða koma með aðra útfærslu.
Bættu við teikningum eða litaðu orðin eftir flokkum. Þessi leið getur gert hugakortið þitt skýrara og auðverldara að skilja
Ekki hafa áhyggjur af því að meta hugmyndirnar á þessu stigi, einbeittu þér að skrifa og opna fyrir sköpunarkraftinn!