Markmiðið með hluttekningu er að setja sig í spor þeirra sem hanna á fyrir. Þetta er gert til að skilja þarfir, reynslu og sjónarmið hugsanlegra notenda af hönnunninni.
Fyrir hvern ertu að hanna? Reyndu að setja þig í spor þess sem þú hannar fyrir. Til að skilja viðfangsefnið betur getur þú gert rannsókn þar sem þú tekur viðtöl, skoðar aðstæður eða fylgist með.
Dæmi: Ef viðfangsefnið er gæludýr og þú hefur ákveðið að hanna fyrir hunda, þá getur þú gert rannsókn á hundum og skoðað t.d hvað finnst hundum gaman að gera? hvað borða hundar? hvernig er með göngutúra? þurfa hundar hjálp með eitthvað?
Ef þú átt eða þekkir til hunds getur þú fylgst með honum og séð hvað hann gerir yfir daginn og skráð það hjá þér.
Þú getur líka tekið viðtöl við hundaeigendur og séð hvað þau segja.