Verkefnið: Dýr úr samsettum formum er verkefni tvö í seríunni. Þá eiga nemendur að nýta þá þekkingu sem þau hafa fengið í forritinu með því að búa til nafnspjaldið til að hanna og búa til dýr. Í verkefninu eru engin myndskeið heldur geta nemendur nýtt sér mydnskeiðin úr nafnspjaldaverkefninu sér til stuðnings. Nemendur geta skoðað gallerýið til að fá hugmyndir af dýrum.
Áætlaður tími í verkefnið: Tvær samliggjandi kennslustundir, þar sem hver kennslustundin er 40 mínútur.
Undirbúningur kennara:
· Vera með skissubók fyrir nemendur eða notast við blöð og blýant
· Stofna aðgang fyrir nemendur í Tinkercad
· Hafa innskráningarkóðann sýnilegan
Uppbygging kennslustundar:
· Innlögn kennara
· Nemendur vinna sjálfstætt á meðan kennari leiðbeinir
· Yfirferð, jafningjamat
· Sjálfsmat
Markmið nemandans:
· Að vinna eftir hönnunarferli frá hugmynd til lokaafurðar
· Að vera sjálfstæður í verki
· Fá þjálfun í iðjusemi og lausnaleit
Námsmat:
· Leiðsagnarmat í kennslustund
· Nemendur fylla út sjálfsmatið í lok verkefnisins.
· Jafningjamat í yfirferð
· Loka frammistöðumat þar sem verið er að prófa hæfni nemenda við að beita þekkingu sinni og leikni. Kennari er þannig ekki að meta lokaafurð heldur ferlið í heild sinni.
Yfirferð:
· Í lok verkefnisins er yfirferð þar sem nemendur fara yfir verk hvors annars. Þá má nota grunnþætti og meginreglur hönnunar nemendum til stuðnings. Góð byrjun getur verið að fá nemendur til að lýsa því sem fyrir augum ber með því að nota orðin úr grunnþáttum og meginreglum hönnunar og nefna svo tvennt gott við hönnunina og eitt sem mætti bæta eða breyta.
Sjálfsmat:
· Við lok verkefnisins fylla nemendur út sjálfsmat