Markmiðið er að koma með margar mismunandi hugmyndir sem leysa sama vandann
Teiknaðu þrjármismunandi hugmyndum sem leysa vandann sem þú skilgreindir
Veldu eina af þeim hugmyndum sem þú komst með og skrifaðu afhverju þú valdir þessa en ekki hinar. Bættu við smáatriðum og útskýringum sem eru mikilvægar fyrir hönnunina
Nú ættir þú að vera komin með góða útskýringu á hugmyndinni þinni og getur fært þig yfir á næsta skref sem er að gera frumgerð
Dæmi: Náttblindi hundurinn
Hugmynd 1: vera með skynjara á ljósunum í húsinu svo að það kveikni ljós á kvöldin þegar hundurinn er að leita af bælinu sínu
Hugmynd 2: Búa til hálsól með ljósi svo að hundurinn geti fundið bælið sitt þegar það er dimmt
Hugmynd 3: Setja ljós á bælið svo að hundurinn finni það alltaf
Hugmynd 2
Búa til hálsól með ljósi svo að hundurinn geti fundið bælið sitt þegar það er dimmt.
Þessi hugmynd varð fyrir valinu því að þá getur hundurinn alltaf séð vel og fundið bælið sitt.
Ólin þarf að vera þægileg svo að hundurinn vilji vera með hana.
Þarf að vera vatnsheld því hundurinn fer stundum út að ganga á kvöldin þegar það er dimmt
Það kveiknar bara ljós á kvöldin þegar það er orðið dimmt.
Ljósin eru endurhlaðanleg svo að það þarf ekki að skipta um rafhlöðu.
Nú er ég komin með góða lýsingu á hugmyndinni minni og get farið að búa hana til