Vogafjós er bóndabær með kindum, kúm, veitingastað og gistingu. Þau eru með veitingastað þar sem maður getur horft inn í fjósið og fylgst með kúnum. Á veitingastaðnum nota þau mikið af sínum eigin afurðum. Þau búa t.d. til sinn eigin ost úr mjólkinni frá kúnum og þau nota líka kjötið af sínum eigin kindum.
Á sumrin eru í kringum 40 starfsmenn sem vinna við að þrífa gistiheimilin, þjóna á veitingastaðnum, elda matin, mjólka kýrnar og margt fleira.