Hárform er hárgreiðslustofa, það er til dæmis hægt að fara í klippingu og litun. Það eru líka gerðar hárgreiðslur til dæmis eins og fyrir fermingar eða brúðkaup.
Valdís er einn af eigendum og hárgreiðslukonum Hárforms og fór fyrst í grunnskóla en síðan til Akureyrar í framhaldsskóla. Hún fór í VMA í hársnyrtiiðn og kláraði samnings tíman sinn á Húsavík og tók síðan sveinspróf í hársnyrtiiðn. Hún ásamt annarri keyptu síðan stofu á Húsavík og vinna þar saman. Það leigir líka ein kona einn stól hjá þeim.
Hennar menntun
Grunnskóli
Framhaldsskóli VMA hársnyrtiiðn
Sveinspróf í hársnyrtiiðn
Valdísi finnst skemmtilegast að lita og sjá hvernig manneskjan lítur allt öðruvísi út þegar hún fer en þegar hún kom. Henni finnst erfiðast að gera permanent.
Vinnudagarnir hjá henni eru frá 09:00 til 18:00 á virkum dögum en hún fer stundum í vinnuna um helgar þegar það eru einhverjir stórir viðburðir sem þarf að græja fyrir.
Höfundur: Hildur Hegla Kolbeinsdóttir Bergeng
Höfundar: Álfrós Katla og Íris Ósk