Eimskip

Villi og Baldur tóku á móti okkur á skrifstofu Eimskips. Baldur er verkstjóri sem sinnir daglegum rekstri og sér til þess að allar sendingarnar komist til skila. Hann sýndi okkur vöruskemmuna þar sem allar vörurnar koma með flutningabíl eða skipi. Vörurnar eru síðan flokkaðar. 2017 fengu þau skanna sem hjálpar til að vita hvenær pakkarnir koma og hvert þeir eiga fara. Einnig allt um manneskjuna. 


Okkur fannst áhugavert maður getur byrjað að vinna á stóru gámalyfturum 17 ára ef maður hefur bílpróf og vinnuvélaréttindi  og litlu lyftarana á sama aldri. Til að vinna á vörubílum og vöruflutningabílum þarftu að vera 21 árs með meirapróf. 


Baldur byrjaði að vinna hjá Eimskip þegar hann var 22 ára gamall og er búin að vinna þar í 14 ár og er með vinnuvélaréttindi og bílpróf og er í stjórnendanámi í HA. Pabbi hans og afi unnu báðir hjá Eimskip. Baldur náði að vinna með afa sínu hjá Eimskip nema hann vann í Reykjavík og afi hans á Húsavík. Baldur hefur unnið með pabba sínum í 3 ár á Húsvík.


Gulli er flutningabílstjóri hjá Eimskipi og hefur unnið þar í 37 ár. Hann hefur keyrt u.þ.b. 3.500.000km. Það hefur verið tekið podkast með honum sem heitir Bílar, fólk og ferðir. Við mælum með að þið smellið á rauða takkan hér að neðan.


Sturluð staðreynd um Gulla: Hann hefur farið um 87 hringi um jörðina og rúmlega 4 ferðir til tunglsins. 


Höfundar: Kalli, Andrzej og Olivier