Hveravellir

Saga þessarar gúrku:

Þessi gúrka fæddist á Hveravöllum. Mjög ung var hún bitin af skordýri sem leiddi til þess að hún þroskaðist ekki rétt og var hent. Ég ættleiddi hana í heimsòkninni.


Byrjað var að rækta grænmeti á Hveravöllum árið 1904. Í dag er eigandi staðarins Páll Ólafsson og tók hann við af pabba sínum. Á Hveravöllum eru ræktaðar margar grænmetistegundir, t.d. gúrkur, tómatar, paprikur. Upphaflega voru einungis ræktaðar kartöflur.


Páll sagði að ekki þyrfti neina sérstaka menntun til að vinna í gróðurhúsunum en ef maður myndi vilja reka svona fyrirtæki væri gott að mennta sig í garðyrkjufræðum.


Erfiðast finnst honum þegar eitthvað fer úrskeiðis í ræktuninni en skemmtilegast finnst honum þegar vel gengur.


Höfundur: Atli Sigurðarson


Hveravellir

Höfundar: Álfrós Katla, Íris Ósk, Sigurveig Birna og Gyða Dröfn

Hveravellir

Höfundar. Ingþór, Jóel, Ellert, Jón Andri

Hveravellir

Höfundar: Hinrik Freyr, Þórarinn, Snorri og Andrzej