Reykdælingurinn Eva Sól Pétursdóttir er vefforritari hjá Landsbankanum. Hún spjallaði við okkur og sagði frá sinni skólagöngu og hvað það þýðir að vera forritari.
Henni fannst alltaf skemmtilegast í stærðfræði þegar hún var í grunnskóla. Hún lauk stúdentsprófi í Framhaldsskólanum á Laugum. Hún var hins vegar lengi að velja sér námsleið í háskóla. Hún vissi bara að hún vildi fara í nám sem innihéldi mikla stærðfræði en kunni ekki neitt á tölvur. Hún fór síðan í háskóla og lauk þar hugbúnaðarverkfræði.
Eva Sól þegar hún útskrifaðist með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði.
Þetta er Eva Sól í vinnunni sinni í Landsbankanum :)
Hún ætlaði sér aldrei að verða forritari, heldur hársnyrtifræðingur eða snyrtifræðingur en endaði sem forritari og það var allt öðruvísi en hún hélt.