Nýjar fréttir

Minnisverður miðvikudagur

Eva Sól

Reykdælingurinn Eva Sól Pétursdóttir er vefforritari hjá Landsbankanum. Hún spjallaði við okkur og sagði frá sinni skólagöngu, hvað það þýðir að vera forritari og að hún ætlaði sér aldrei að verða forritari heldur  hársnyrtifræðingur eða snyrtifræðinguren endaði bara þarna. Hana dreymir um að forrita hjá Formúlu 1 keppnisliði!

Halldóra Kristín

Aðaldælingurinn Halldóra Kristín Bjarnadóttir er ljósmyndari. Hún kom og sagði okkur sína sögu, hvernig hún hætti við verkfræðina, tók skrefið yfir í listaheiminn og varð óvart einn vinsælasti ljósmyndari landsins. Hún elskar að taka myndir af gömlum körlum!

Þráinn Árni

Kinnungurinn Þráinn Árni Baldvinsson er gítarsnillingur sem rekur sinn eigin tónlistarskóla, ásamt því að spila með ,,gömlukarlabandinu" Skálmöld. Hann sagði okkur frá skrautlegri skólagöngu og ástríðu sinni fyrir tónlist. Hann vill helst halda á gítar allan daginn!

Magnaðir gestir á mánudegi

Oddur Bjarni

Guðfræðingurinn, leikarinn, tónlistarmaðurinn og grjóthleðslumaðurinn Oddur Bjarni Þorkelsson kom í heimsókn og sagði okkur frá uppvexti sínum og störfum. Boðskapur hans kennir okkur m.a. að það er alltaf í lagi að skipta um skoðun...

Sigurbjörn Árni

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er bóndi, skólameistari, íþróttafréttamaður, íþróttamaður og doktor í heilsufræðum. Hann kom í heimsókn til okkar og sagði frá sinni vegferð. Hann elskar að vinna!

Þorri og Membla

Þorri Gunnarsson og Margrét Embla Reynisdóttir eru nýkomin heim eftir ævintýralega dvöl í lýðháskólum í Danmörku. Þau sögðu okkur frá þeirri reynslu og vöktu mikinn áhuga. Í lýðháskólum er sungið á hverjum morgni og engin stærðfræði!

Örn lætur allt flakka

Ævisaga Arnar Björnssonar rýkur upp metsölulistana. Þessi æsispennandi ævisaga svarar öllum spurningunum og skilur engan lesanda eftir ósnortinn.

Mest lesið í síðustu viku

Örn lætur allt flakka

Einhyrningur sást í grennd við Þingeyjarskóla

Dularfullur þjófnaður úr Víti

Unglingastigskennarar skoða möguleikann á heilsársskóla

Nemendur unglingastigs óska eftir meira heimanámi