Útinám

Útinám telst stór hluti af starfi De Wijnberg. Flestir nemenda skólans eiga brotna sögu úr hefðbundnu skólastarfi. Nám innan fjögurra veggja skólastofunnar skapar þeim því oft óöryggi og vanlíðan. Að vinna undir berum himni að hagnýtum verkefnum eða í leik reynist þeim því auðveldara og oft á tíðum eðlilegra því þar fá nemendur t.d. útrás fyrir hreyfiþörf sína og þeim finnst þeir vera óþvingaðir.

Útinámið í De Wijnberg byggir á samvinnu nemenda, uppbyggingu trausts og einnig á því að nemendur finni eigin takmarkanir og geti unnið að framförum, jafnt í líðan og hegðun sem hefðbundnu námi.

Útinámið sem nemendum, kennurum og þeim sem vinna að meðferð nemenda stendur til boða er tvenns konar. Annars vegar ævintýranám og hins vegar Græna línan.