Smiðjur eldri nemenda

Spenningurinn fyrir körfuboltanum er meiri en svo að það sé tími til að ganga frá fötunum sínum.

Við kynntumst smiðjum sem eru í boði tvisvar sinnum í viku fyrir nemendur sem eru 8-18 ára. Í hvert skipti eru sjö til átta smiðjur í boði hverju sinni.

Þegar við heimsóttum skólann voru smiðjurnar hins vegar fjórar af því þær höfðu verið færðar til í vikunni svo við gætum fengið að sjá starfsemina. Smiðjurnar sem voru í boði voru: körfubolti, naglalökkun með skreytingum, graffiti og byggingar.

Við skipulag á smiðjunum er haft samráð við nemendur. Umsjónarmaður smiðjanna fundar reglulega með fulltrúum úr bekkjunum og fulltrúarnir spyrja bekkinn sinn hvað þeir vilji gera í smiðjum og úr því verður listi þar sem kennarar skipta sér niður á verkefni eftir því hvað þeir treysta sér til að gera.