Valtímar yngri nemenda

Í yngri deildinni (Hvíta húsinu) eru nemendur á aldrinum 4-8 ára í tveimur deildum.

Nemendur yngri deildarinnar eru með valtíma á hverjum degi. Það gengur þannig fyrir sig að hver dagur hefur sinn eigin lit sem nemendur nota til að velja sér viðfangsefni; mánudagur gulur, þriðjudagur rauður, miðvikudagur grænn og fimmtudagur blár. Þegar nemendur velja sér viðfangsefni/stöð setja þeir spjald með lit dagsins við nafnið sitt og undir viðfangsefninu/stöðinni. Það er ekki hægt að velja það sama tvisvar sinnum á mánudögum til fimmtudags.

En á föstudögum er allt í boði og valið aðra daga hefur ekki áhrif á hvað er valið þann dag.

Við vorum á föstudegi á deild yngri nemenda skólans og fylgdumst með þegar valið hjá 4-6 ára fór fram. Það fór þannig fram að kennarinn spurði hvern og einn hvað hann veldi sér að gera í dag og nemendur svöruðu hiklaust. Það vakti athygli okkar að enginn valdi það sama og sá sem síðast svaraði. Aðeins einn spurði hvað félagi hans hefði valið og spurði hvort hann gæti þá valið það sama, því þeir ætluðu að leika saman.