Æfingar í námshópum

Myndirnar eru hafðar skýrar og einfaldar svo þær hafi sem minnst truflandi áhrif á nemendur.

Hegðun æfð inni í námshópum

Reglulega yfir skólaárið fá námshóparnir sameiginlegt markmið sem þar sem æfðir eru ákveðnir þættir í félagsfærni nemenda eins og að:

  • biðja um hjálp,

  • vinna með öðrum

  • ganga frá gögnum og leikföngum

  • rétta upp hönd

  • hjálpa öðrum

  • halda sig að verki

  • meta eigið framlag

  • segja frá líðan

  • hrósa og taka hrósi

og fleira.

Markmiðin eru æfð bæði með einstaklingum og námshópunum í heild. Aðeins er unnið að einu markmiði í einu og er það gert sýnilegt með einföldum myndum og stuttum texta á töflunni inni í skólastofunni. Í einum námshópi sáum við að nemendur voru einnig með eigin markmið fest á borðið sitt.

Hérna er sýnishorn af myndunum sem notast er við.

Reglulega yfir skólaárið metur hver kennari hvernig hverjum nemanda hefur gengið að ná markmiðinu sem unnið var að. Á niðurstöðu þess mats er skoðað hvort þurfi að æfa sömu færnina lengur eða setja inn nýtt markmið að vinna að.