Dagblað í vinnslu

Við fengum að kynnast nánar tveimur nemendum meðan á dvöl okkar stóð í de Wijnberg. Þetta voru ungar dömur, 15 og 18 ára gamlar, sem höfðu sett á fót lítið dagblað á svæðinu og voru ritstjórar þess. Þær fengu leyfi til að taka við okkur viðtal og spyrja okkur spjörunum úr um veru okkar í skólanum, Ísland og fleira. Þessar stúlkur voru búnar að vera í skólanum í þó nokkurn tíma, önnur bjó á svæðinu en hin bjó heima en kom daglega í skólann. Þær voru búnar að vera vinkonur í þó nokkurn tíma og virtust veita hvor annarri stuðning.

Dagblaðið er einmitt gott dæmi um áhugahvöt í námi en önnur stúlknanna hafði mikinn áhuga á ritstörfum og hafði samið ljóð í mörg ár. Nú vildi hún breyta til og prófa sig áfram í annars konar ritstörfum.