Hegðun -

mat og viðbrögð

Aðlögunar- og tenglaásar

Þegar börn og ungmenni eru skráð inn í De Wijnberg fer fram mat á aðstæðum hvers og eins. Matið er nýtt til að gera meðferðar- og stuðningsáætlun fyrir nemendur.

Í upphafi er hegðun nemenda skoðuð út frá því hvar þeir staðsetjast á aðlögunar- og samskiptaásunum hérna fyrir ofan. Út frá því er metið hvaða greiningar og athuganir muni koma að bestum notum fyrir viðkomandi.


Í De Wijnberg hefur verið búið til verkfæri fyrir nemendur, starfsmenn og aðstandendur til að styðjast við í greiningu og meðferð nemenda. Eftir að niðurstöður greininga liggja fyrir er oftast hægt að staðsetja nemendur á átthyrningi sem hefur verið skipt í átta hluta þar sem er stutt lýsing á hegðun og líðan viðkomandi og hvaða viðbrögð umhverfisins henta í meðferð viðkomandi.

Með þessu móti telur starfsfólk De Wijnberg að auðvelt sé að samræma viðbörgð þeirra sem standa nemandanum næst og að það flýti fyrir bataferlinu.