Eitt barn,

ein fjölskylda,

ein áætlun

Document.pdf

Þegar barn eða ungmenni innritast í stofnanir á vegum Mutsaersstichting fer fram nákvæm greining á stöðu viðkomandi og í framhaldinu er gerð meðferðaráætlun á forsendum fjölskyldunnar. Í áætluninni eru sett markmið heimafyrir og í skóla sem miða að því að bæta bæði líðan og hegðun nemanda. Í áætluninni er hugað að því að markmiðin séu nemandanum ljós og að samhengi sé milli markmiðanna og hvernig þau verða metin. Gerð eru markmið með stórum skrefum og miklum kröfum á sterkum sviðum nemenda en minni skref, minni kröfur og lengri tími þar sem örðugleikarnir liggja.

Við gerð áætlunarinnar þarf að hafa í huga að námsörðugleikar eru flókið fyrirbæri og hegðun nemenda er oftast aðeins birtingarmynd fleiri þátta. Tengsl, innri og ytri, hafa einnig áhrif á frammistöðu, líðan og hegðun barns (e. the dynamic of learning disabilities).

Þó áætlunin sé í rauninni þríþætt (fyrir skólann, fyrir nemandann og fyrir fjölskylduna) er viðmiðið að aðeins sé ein heildaráætlun í gangi fyrir hvert barn og að áætlunin sé skýr og öllum ljós. Þannig náist samhæfing og það verður auðveldara en ella að meta framfarir.

Í samhæfingunni felst að allir sem koma að meðferð viðkomandi stilli saman strengi sína og viti hvernig á að bregðast við mismunandi hegðun þannig að hverju barni geti liðið vel og unnið að eigin framförum.

Stefnt er að því að markmið áætlunarinnar séu raunhæf (mörg lítil skref fremur en fá og stór) og reglulega fari fram heildarmat á áætluninni (oftast á þriggja mánaða fresti). Matið er bæði formlegt (stöðluð matstæki eins og ASEBA) og óformlegt (viðtöl og vettvangsathuganir).

Document.pdf

Í De Wijnberg er unnið eftir því sem þar er kallað Fasenmodel (Þrepakerfið). Þrepakerfið gengur í megindráttum út á að á hverju þrepi er metið hve mikið af hefðbundnu námi (appelsínuguli hlutinn) er í meðferðaráætluninni. Hlutur þess eykst eftir því sem líðan og hegðun verður betri.