Námsferð til Hollands

Á skólaárinu 2017-2018 fékk Þelamerkurskóli styrk úr Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins til þess að fara í skólaheimsókn og að fylgjast með (e. job shadowing) starfsfólki og kennurum De Wijnberg stofnunarinnar í Venlo í Hollandi.

Sótt var um styrk til að vinna að verkefninu Skipulag náms og stöðluð matstæki. Markmið þess verkefnis er að gera starfsfólk skólans færara en áður í að nýta markvissar matsaðferðir og að læra að skipuleggja nám og kennslu á niðurstöðum mats. Til viðbótar er markmið verkefnisins að kynnast fleiri aðferðum en áður í útikennslu og kennslu list- og verkgreina ásamt því að skoða hvernig nemendur í De Wijnberg skólanum nýta hæfileika sína og sterkar hliðar í náminu.

Til að kynnast fleiri skólum í Hollandi var skólinn Talentencampus einnig heimsóttur.

Myndir, líkön og glærur sem birt eru á síðunni eru birtar með góðfúslegu leyfi starfsmanna skólanna í De Wijnberg og Talentencampus.

The webpage is in Icelandic but you can try to use Google Translate to help you to understand the text.