VA val

Verklegt val í VA fyrir nemendur í 9.-10.bekk Fjarðabyggðar

Fab Lab

Farið er almennt yfir búnað Fab Lab smiðju og þá möguleika sem felast í noktun hans.

Nemendur kynnast forritinu Inkscape og notkun þess við strfræna framleiðslu. Samhliða því læra nemendur grunnatriði í notkun leiserskera og vínilskera.

Áhersla er lögð á eigin hönnun sem og viðringu hugberak - og höfundarétti.

Bifreiðar

Nemendur fá kynningu á ýmsu hagnýtu sem snýr að bifreiðum, m.a. lyfta bíl og skipta um hjólbarða, pumpa í hjólbarða, vélbúnaðareftirlit/olíuhæð/kælivatn.

NÝTT - Myndbandsgerð


Húr og hár

Nemendur fá kennslu í umhirðu hárs og húðar, grunn í rúlluísetningu og permanenti.

Farið verður í grunn í uppsetningu á síðu hári, s.s. fléttur og hnútar. Meðhönldun á hitajárnum eins og sléttun og krullun á síðu hári.

Kynnt verður fyrir nemendum hugmyndafræðina á bakvið klippingar á hárlitun.

Rafmagnsfræði

Hér fá nemendur fræðslu um rafmagn og einnig verður unnið með ýmislegt sem tengist rafmagni, eins og t.d. víra, perur, klær o.s.frv.

Unnið verður eftir ,,Allir geta eitthvað - enginn getur allt."

Húsasmíði

Grunnatriði trésmíði kennd, farið verður yfir helstu viðartegundir, eiginleika þeirra, notkunargildi og nemendum kynntir möguleikar á vinnslu úr tré.

Lögð er áhersla á notkun hand og rafmagnsverkfæra, s.s. við val og umhirðu, stillingar og brýnnslu og öryggisþætti er snerta þessi verkfæri.

Nemendur kynnast notkun algengra tegunda viðarlíms, trésamsetninga, pússningar og yfirborðsmeðferða viðar.

Málm og véltækni

Nemendur fá kynningu á ýmsum verkfærum s.s. handverkfærum til heimabrúks, læra og þekkja verkfæraheiti, tilgang þeirra og notkun.

Farið verður í mælingar, notkun tommustokka, málbands og skífumál og farið verður yfir algengustu bolta og gengjur.

Nokkuð verður um verklega æfingar.