Myndlist

Tímarnir verða kenndir á fimmtudögum milli kl.13:10 og 14:30.

Í myndlist verður unnið með mismunandi efni og aðferðir. Meðal viðfangsefna verður að mála málverk og að móta hluti úr leir. Viðfangsefni ráðast einnig af áhugasviði nemenda.

Kennari: Ólöf Þ. Hannesdóttir

Námsmat: Unnið er með leiðsagnarmat byggt á hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir sjónlistir í 8.-10. bekk. Námsmat er byggt á verkum nemenda, vinnubrögðum og hugmyndavinnu.