Heklval

Tímar verða kenndir á mánudögum milli kl 13:10-14:30

Nemendur læra grunnaðferðir í hekli, að lesa einfaldar uppskriftir og vinna verk að eigin vali eða úr hugmyndabanka.

Kennari: Hrafna Hanna E. Herbertsdóttir

Námsmat:

Unnið er með leiðsagnarmat byggt á hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir textílmennt í 8.-10. bekk. Námsmat er byggt á verkum nemenda, vinnubrögðum og hugmyndavinnu.

Hæfniviðmið:

·       rökstutt eigið val á textílefni eftir viðfangsefni og efnisfræði, unnið með snið og uppskriftir, tekið mál, áætlað stærðir og efnisþörf.

·       beitt skapandi og gagnrýnni hugsun í hönnun og textílvinnu,

·       skreytt textílafurð á skapandi og persónulegan hátt,

·       lagt mat á eigin vinnubrögð, sagt frá góðu handbragði, formi og hönnun og notað til þess viðeigandi hugtök,