Val unglingastigs Nesskóla

Þessi síða er til að halda utan um valið á unglingastigi. Hægt er að lesa sér til um hvert valfag fyrir sig og sjá hvenær þau eru í boði.

Ekki er hægt að velja sama valfagið allann veturinn í öllum fögum heldur þarf að dreifa valinu á 3 - 4 lotur. Best er að lesa sér til um fögin í hverju vali fyrir sig.

Sem dæmi:

Jósep velur í fyrstu lotu heimilisfræði og er þá búin með heimilisfræðina þennan veturinn og þarf að velja annað í næstu lotu.

Er þetta gert til þess að sem flestir geti farið í það val sem þau vill fara í. Í einstaka vali er hægt að velja oftar en einu sinni en það er þá tekið fram á síðu hvers fags.

Sumt val er bara í boði á ákveðnum tímum eins og leiklistarvalið og skólahreysti

Heimilisfræði verður eingöngu einu sinni í viku og eru því færri sem komast að sem vilja og því mikilvægt að velja það bara einu sinni.

9. bekkur er bara í einu vali á meðan 9. bekkjarsýningu stendur.

10.bekkur er bara í einu vali með lokaverkefninu sem er bundið val

9. og 10. bekkur eru í vali í VA haustið 2023 og skiptast því á að vera í vallotu í Nesskóla.

Dæmi:

Lísa er í 10. bekk og byrjar í vali í VA og velur þá ekki neitt í vali í Nesskóla en velur þar í seinni lotu.

Kalli er í 9. bekk er í seinna vali í VA og velur þá eitthvað af vali í Nesskóla í fyrri lotu en ekki í seinni lotunni.


Þessar valgreinar eru í boði í annari lotu 

31. október - 19.desember 2024

Þessar valgreinar verða ekki í boði í þesssri lotu