Fjármálalæsi


Tímarnir eru kenndir á mánudögum klukkan 13:10 - 14:30


Kennari: Sigríður Helga Ármannsdóttir


Fjármál eru hluti af daglegu lífi og fjalla um að afla, ráðstafa og að varðveita peninga eða önnur verðmæti. Í þessu vali verður farið yfir grunnatriði í fjármálum einstaklinga. Allir þurfa að sinna eigin fjármálum og því skiptir máli að undirbúa sig og læra um atriði sem þarf að hafa í huga.


Verklagi er þannig háttað að kennari mun uppfræða nemendur um atriði sem snúa að fjármálum, t.d. laun, skatta, lán, sparnað o.s.frv. 

Nemendur vinna síðan verkefni sem tengjast því sem rætt var um.


Námsmat

Unnið er með leiðsagnarmat byggt á hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir stærðfræði og samfélagsfræði í 8.-10. bekk. Námsmat er byggt á vinnuframlagi, umræðum, frumkvæði og samvinnu nemenda.


Hæfniviðmið