Hér er hægt að sjá kynninguna sem fór fram á menntaviðburði nema við Háskólann á Akureyri þann 23. mars 2020.
Step by Step er atvinnustúdíó með fókus á að þróa fræðslu smáforrit fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Lögð er mikil áhersla á hvert smáatriði, þá bæði varðandi innihald, hönnun og að hafa forritin einföld í notkun.
Í leikjunum Step by Step smáforritanna hafa börn möguleika á að flokka og para saman. Smáforritin gefa börnum tækifæri til þess að æfa færni sína í að flokka, alhæfa, auka minni, tjáningu, fínhreyfingar, stærðfræði, einbeitingu og fleira. Þau læra um form, dýr, liti, ávexti, húsgögn, leikföng og margt fleira í gegnum leik.
Borðin í smáforritinu er venjulega flokkuð eftir erfileika stigi. Fyrsta borðið er yfirleitt nokkuð einföld. Takmarkið í þeim er að kenna nemendum gagnrýna hugsun og að leysa vandamál. Þrautirnar verða, hinsvegar, sífellt erfiðari eftir því sem barnið kemst lengra í leiknum. Smáforritin henta líka vel í sérkennslu fyrir börn og unglinga. Það hentar einnig fyrir fullorðna sem vitglöp.
Það er einnig mjög góður kostur með smáforritin frá STEP BY STEP er að það er möguleiki að lesa inn á þau flesta á íslensku.
Hér er hægt að nálgast kennslumyndbönd á ensku og þau smáforrit sem STEP BY STEP eru með í boði.
Kennslumyndband á íslensku um smáforritið Pair by nature frá STEP BY STEP
Þóra Björk Bjartmarz
Ráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins
ha180307@unak.is