Hér er hægt að sjá kynninguna sem fór fram á menntaviðburði nema við Háskólann á Akureyri þann 23. mars 2020.
iMotion er forrit til að búa til hikmyndir (e. Stop-motion) og ,,Time-lapse" sem er aðferð til að búa til myndskeið úr fjölda ljósmynda sem teknar eru með ákveðnu millibili yfir ákveðið tímabil. Sem dæmi væri hægt að nota þessa aðferð til að taka myndir af sólarupprás, sólarlagi eða t.d plöntuvexti, skeyta myndunum saman í myndvinnsluforriti og búa til skemmtilegt myndskeið.
iMotion Pro er keypta útgáfan ( 3,99 $) af iMotion og hægt er að komast ansi langt með að nota eingöngu fríu útgáfuna. Þá er hægt að hlaða niður fjarstýringu fyrir appið og hafa t.d. í úrinu sínu.
Forritið er sérlega gott til að taka hikmyndir og setja saman í myndskeið. Hægt er að vinna myndirnar og myndskeiðið í forritinu og deila því svo, hvort sem það er beint á netið eða vista í myndagalleríi tækisins. Með því móti er hægt að flytja myndskeiðið í iMovie og vinna það nánar það, eða nýta í myndbandagerð þar.
Hér er hægt að kynna sér forritið nánar.
Hér eru upplýsingar úr AppStore um iMotion.
Hér eru upplýsingar úr AppStore um iMotionPro.
Hér eru upplýsingar úr AppStore um iMotion Remote fjarstýringuna.
Hér er hægt að kynna sér Time-lapse.
Hér er hægt að kynna sér hikmyndagerð.
Á YouTube er hægt að finna myndbönd sem sýna notkunarmöguleika forritsins.
Stop Motion Studio er frítt forrit en býður uppá möguleika að kaupa fleiri aðgerðir og möguleika. Hægt er að komast ágætlega langt með fríu útgáfuna en ef keypta útgáfan er notuð, er hægt að vinna með grænskjá.
Stýringarborðið minnir örlítið á iMovie og mörgum finnst betra að vinna í þessu forriti en iMotion. Þá er auðvelt að flytja myndskeið út, t.d. vista í myndagallerí og vinna nánar í iMovie.
Hér eru upplýsingar úr AppStore um Stop Motion Studio.
Á YouTube er hægt að finna myndbönd sem sýna notkunarmöguleika forritsins.