Hér má sjá Nearpod kynninguna sem fór fram í gegnum ZOOM 23. mars 2020.
Ég þakka gestum fyrir komuna á kynninguna og samræðurnar sem fóru fram síðar um daginn. Þessi viðburður var lærdómsríkur og skemmtilegur.
Nearpod gerir kennurum kleift að útbúa glærur með afar fjölbreyttu innihaldi til að auka fjölbreytni í kennslu, efla sjálfstæði nemenda og minnka kennarastýringu. Kennarar geta valið að stýra yfirferð glæra (Live Lesson) eða leyfa nemendum að fara yfir þær á sínum eigin hraða (Student-Paced).
Student-Paced valmöguleikinn er ekki í boði í ókeypis útgáfunni.
Nemendur geta notað fartölvu, spjaldtölvu eða síma.
Kennari getur valið að vera með sinn eigin aðgang og þá safnast hans verkefni í My Library.
Ég rak mig aftur á móti á það í starfi mínu sem kennari við Giljaskóla að það er enn betra og hentar nútíma teymiskennslu að vera með sameiginlegan aðgang kennara því þá geta samstarfskennarar unnið saman í verkefnum. Þegar þessi háttur er hafður á þá hafa kennarar alltaf nýjustu útgáfu hvers verkefnis, þ.e. ef kennari A breytir verkefni þá er kennari B með þá útgáfu um leið og A vistar breytingar.
Í Giljaskóla eru margir með eigin aðgang á sínu Google netfangi, t.d. unnur@giljaskoli.is en ég nota sameiginlega aðganginn sem útbúinn var með netfanginu nearpod@giljaskoli.is og vinn að verkefnum með mínum samstarfskennurum, ekki þeim sömu eftir fögum. Svo einfalt er það.
Hér má sjá glærur um fjölskylduna í dönsku hjá 7. bekk.
Hér má sjá glærur um skólann í dönsku hjá 7. bekk.
Þær eru enn í vinnslu hjá okkur dönskukennurunum.
Nearpod Collaborate er skemmtilegur og gagnlegur eiginleiki í Add Activity.
Hér er farið vel yfir hvað kennari getur gert og um leið sýnt hvernig efnið lítur út á skjá nemenda.
Á Snjallkennsluvefnum hefur Bergmann Guðmundsson útbúið nokkur gagnleg kennslumyndbönd þar sem hann fer yfir ýmsa möguleika Nearpod.
Bergmann er mjög duglegur að útbúa fræðsluefni svo eflaust á eftir að koma meira tengt Nearpod inn á þessa síðu.