HandBrake er ókeypis opinn hugbúnaður fyrir stafrænar myndskrár. HandBrake kom fyrst á markað árið 2003 og var í upphafi aðallega notað til að færa myndskrár af DVD diskum yfir á annað stafrænt form. Hugbúnaðurinn hefur tekið miklum breytingum síðan. Ég hef aðallega notnað HandBrake til að þjappa stórum myndskrám til að auðveldara sé að senda þær á netinu. HandBrake er mjög gott þjöppunarforrit og getur minnkað myndskrár mikið án þess að gæði tapist. Annar kostur þess er að það getur opnað nánast allar tegundir myndskráa og með því er nokkuð auðvelt að breyta skrám milli kerfa. Þá er einnig hægt að texta myndskrár og kaflaskipta þeim með forritinu.
Hér er ágætist yfirlitsmyndband á ensku um HandBrake, þar sem farið yfir alla notkunarmöguleika hugbúnaðarins.
Hér er menntabúðafyrirlesturinn hann fjallar um forritinn HandBrake.fr og Wedtransfer.com, sem í sameiningu auðvelda okkur að þjappa myndskrám og senda þær á milli. Gagnlegt t.d. þegar fleiri en einn eru að vinna með sama myndefnið og eins ef þið viljið þjappa myndskrám til að geta sett þær inn á Facebook eða sent á milli í t.d. Messenger, Snapchat o.fl.