https://www.explorelearning.com/
Frábær síða fyrir Náttúrufræðikennara og grúskara
Kynningin mín á þúrör
Í myndbandinu kemur fram a.m.k ein stærðfræði villa - Gáðu hvort þú finnir hana.
Sendu svo póst á jon(hja)akmennt.is
með viðfanginu -Explore-villa
Dregið verður úr 5 fyrstu réttu svörunum
Páskaegg nr 3 í verðlaun -
Gildir á páskum 2020
Ég heiti Jón Aðalsteinn Brynjólfsson og hef kennt náttúrufræði á unglingastigi í tvo áratugi
Ég hef líka kennt á LEGO NXT2 og Ev3 og svo er ég umsjónarkennari. Nóg um mig
Explorelearning er frábær viðbót við náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum
Á síðunni er að finna yfir 400 Gizmo sem hvort heldur er hægt að nota sem sýnitilraun eða láta nemendur sjálfa fara í gegn um ákveðið prógram.
Gizmo eru gagnvirkar teiknimyndir sem útskíra allt milli himins jarðar
Hægt er að nota ókeypis útgáfu en þá virka Gizmo-in aðeins í 5 mínútur sem dugar stundum
eða sækja sér 30 daga prufuaðgang sem svo er hægt að framlengja í 45 daga
eða kaupa aðgang sem bíður auðvitað upp á fleiri möguleika en hinar útgáfurnar.
Þó ég hafi notað vefinn í meira en 10 ár hef ég ekki skoðað allt sem er í boði á honum
Sjón er sögu ríkari og ef þú vilt bæta við nýrri vídd í náttúrufræðikennsluna - mæli ég eindregið með þessum vef.
Jón Aðalsteinn Brynjólfsson