Net-menntabúðir
UM STAFRÆNA TÆKNI Í SKÓLASTARFI
ÞRÓUN NÁMS OG KENNSLU OG UPPLÝSINGATÆKNI
UM STAFRÆNA TÆKNI Í SKÓLASTARFI
ÞRÓUN NÁMS OG KENNSLU OG UPPLÝSINGATÆKNI
Í námskeiðinu Þróun náms og kennslu og upplýsingatækni (ÞNU) á vorönn 2020 sem kennt er í framhaldsnámi við HA er fengist við viðfangsefni á sviði náms- og kennsluþróunar þar sem áhersla er lögð á notkun upplýsingatækni. Fjallað er um kennsluhætti og í því efni er áhersla lögð á hagnýtingu upplýsingatækni til að mæta mismunandi þörfum nemenda og efla nám og kennslu allra nemenda. Eitt af verkefnum námskeiðsins er að standa fyrir upplýsingatæknitengdum viðburði og hafa nemendur tvívegis haldið hefðbundnar menntabúðir í Háskólanum á Akureyri (vorönn 2018 og 2019). Þetta vorið voru menntabúðirnar með aðeins öðru sniði og fóru alfarið fram á netinu.
Net-menntabúðirnar fóru fram með netfundum á ZOOM mánudaginn 23. mars 2020 frá kl. 15.00 – 17.30.
Nemendur ÞNU hvöttu áhugasama um notkun upplýsingatækni í skólastarfi að fylgjast með og taka þátt. Hægt var að taka þátt í menntabúðunum í gegnum tölvu, spjaldtölvu og síma og bent á mikilvægi þess að hafa heyrnartól til að heyra vel á zoom-fundunum.
Dagskrá búðanna má sjá neðar á síðunni.
Þátttakendur voru hvattir til að nota myllumerkin #netmennt #kenno_HA #menntaspjall á Twitter og tísta um viðburðinn.
Kynningarnar voru teknar upp og upptökurnar settar inn á vefsíður nemenda. Þátttakendur vissu af upptökunum og gátu slökkt á myndavélum ef þeir vildu.
Eftirtaldir nemar kynntu forrit, tæki og vefsíður tengd upplýsingatækni í kennslu.
Hnapparnir færa þig yfir á síður nemenda og kynningarefni þeirra.