Hér er hægt að sjá kynninguna sem fór fram á menntaviðburði nema við Háskólann á Akureyri þann 23. mars 2020.
Medici verkefnið er samevrópskt verkefni, unnið í fimm löndum; Íslandi, Tékklandi, Bretlandi, Póllandi og Kýpur og er verkefnið styrkt af Erasmums+.
Það er Alþjóðastofa Akureyrar sem er fulltrúi Íslands.
Tilgangur verkefnisins er að aðstoða konur og börn sem eru innflytjendur í þessum löndum, með að tjá sig við heilbrigðisstarfsfólk. Eins er verið að útbúa og setja fram efni til að nota í tungumálakennslu fyrir kennara og leiðbeinendur í þessum fimm löndum.
Fyrsti hluti verkefnisins er að setja fram upplýsingar um heilbrigðiskerfi hvers lands og hafa orðalistar verið þýddir frá Íslensku á Litháesku og Tælensku.
Verkefninu er skipt niður í 6 hluta og á hvert land að sjá um að efnið sé þýtt á sín lykiltungumál og verður lokaafurðin vefsíða og smáforrit með orðalistum um heilbrigði og heilbrigðiskerfið, á alls 15 tungumálum.
Ég vil vekja athygli á því að verkefnið er enn í vinnslu og ekki búið að fullgera vefsíðuna. Sífellt er þó verið að bæta inn á vefinn.
Linkur á síðuna: MEDICI
Dagbjört Lauritz Agnarsdóttir
Íslenskukennari í Símey
ha180507@unak.is