Upptaka af kynningunni sem fór fram í net-menntaviðburði nema í Háskólanum á Akureyri þann 23. mars 2020.
Ég kynntist þessum leikjum þegar við, nokkrir nemanna, vorum að safna saman forritum og vefslóðum sem kennarar nota við kennslu. Þar sem dætur mínar í 3. bekk og 2. bekk eru að stíga sín fyrstu skref með margföldunartöflurnar þá fannst mér alveg tilvalið að leyfa þeim að leika sér í þessu. Sér í lagi þar sem ég hef verið að leita að einföldum, spennandi, skemmtilegum og krefjandi lærdómsleikjum fyrir þær.
Allt eru þetta leikir sem virka í borðtölvu, á Smartbord og spjaldtölvu.
Þetta er frekar einfaldur og skemmtilegur leikur með margföldunartöflurnar. Valin er ein margföldunartafla (frá 1 til 9) í einu og snýst leikurinn um að skjóta dæminu sem er fiskurinn í miðjunni að réttri niðurstöðu t.d. 1*3=3 og við það fækkar kúlunum í ytri hring einni af annarri þangað til leikurinn klárast.
http://multinettoppgaver.gyldendal.no/multi4a/kapittel5/oppgaveA/nivaa
Þetta er frekar einfaldur og skemmtilegur leikur með margföldunartöflurnar. Í þessari útgáfu er hægt að velja staka töflu og síðan blanda saman töflum frá 1-5, 6-10 eða 1-10. Þarna er hins vegar verið að skjóta svarinu að réttu dæmi 32 = 4 * 8 og við það fækkar kúlunum í ytri hring einni af annarri þangað til leikurinn klárast.
Þetta er frekar einfaldur og skemmtilegur leikur með margföldunartöflurnar. Í þessari útgáfu er hægt að velja staka töflu og síðan blanda saman töflum frá 1-5, 6-10 eða 1-10. Þarna snýst leikurinn um að hoppa með drekann á réttan stein/reikistjörnu. Þarna er verið að tengja saman spurninguna á baki drekans við svarið á steininum/renni6 * 8 = 48 og kemst drekinn í átt að kastalanum.
Þetta er frekar einfaldur og skemmtilegur skotleikur með margföldunartöflurnar. Í þessari útgáfu þá velur þátttakandi tvær tölur (t.d. 1 og 12). Notar leikurinn þær tölur sem og tölurnar á milli þeirra til þess að búa til dæmi(geimsteinar). Leikurinn snýst um að skjóta geimsteina með réttu svari á tíma. Hægt er að nota bæði örvar og bilstöngina eða tölvumús. Þá er líka hægt að stjórna hraðanum á geimsteinunum.
Þessa leiki hef ég notað heima fyrir til þess að kenna börnunum mínum margföldunartöflurnar. Þetta eru einfaldir leikir sem þarfnast ekki mikilla útskýringa en bjóða upp á mismunandi þyngd.
Hafþór Einarsson