LiteracyPlanet er skemmtilegt, fjölbreytt og gagnvirkt námsefni í ensku sem hentar nemendum frá 3 - 16 ára. Þúsundir æfinga sem ná yfir flest svið enskrar tungu. LiteracyPlanet styður nemendur í náminu sínu með því að gera þeim kleift að vinna eftir eigin forsendum og á þeim hraða sem hentar þeim. Leikir og vandaðar æfingar hvetja nemendur til að gera sitt besta.
Hér til hliðar er kennslumyndband sem ég útbjó sem sýnir það helsta sem LiteracyPlanet hefur upp á að bjóða.
WordMania er hluti af LiteracyPlanet efninu. Word Mania er einn stærsti og skemmtilegasti orðaleikur á netinu þar sem nemendur eiga að búa til eins mörg möguleg orð úr 15 bókstöfum á aðeins þremur mínútum. Hvert orð gefur stig og er markmiðið að safna eins mörgum stigum og hægt er. Einu sinni á ári er alheimskeppni í leiknum sem hvetur nemendur áfram í að vera virkir þátttakendur og gera sitt til að safna stigum fyrir skólann sinn.
Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig leikurinn virkar.
Hér er myndband sem ég gerði um WordMania. Í myndbandinu segir nemandi úr 6. bekk í GIljaskóla frá leiknum og sýnir hvernig á að spila hann.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig kennari notar skjáborðið sitt og setur nemendum fyrir.
Hér er farið hratt yfir sögu hvernig LiteracyPlanet virkar.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig WordMania er spilað og farið yfir helstu reglur leiksins.
Hér má sjá sýnishorn af umhverfi og verkefnum í LiteracyPlanet eins og þau birtast nemendum. Skjáborð kennara sýnir hvaða æfingum hver nemandi hefur lokið. Kennari getur hann stillt hvaða þyngdarstig hentar hverjum nemanda og mætt þannig þörfum hans og getu.