Forritið Classkick er fræbært verkfæri sem gefur kennara færi á að einstaklingsmiða nám með notkun spjaldtölvu eða tölvu í kennslustofunni. Kennari býr til verkefni á glærum sem hann deilir með nemendum. Mjög góð leið til að kanna hvað nemendur skilja af námsefninu. Hér vinna nemendur verkefnin sín á tæki og geta beðið um aðstoð í rauntíma með því gefa kennara merki í gegnum forritið. Kennari sér verkefni allra nemenda í rauntíma.
Eftir að nemendur eru búnir að vinna verkefnin getur kennari séð vinnu nemenda og farið yfir þau. Þegar nemendur fara næst inn í verkefnið sitt sjá þeir ábendingu frá kennara.
ClassKick er ókeypis og hægt er að nota það í hvaða tæki sem er spjaldtölvu, Chromebook og fartölvu.
Svona sjá nemendur verkefnin
Sif Káradóttir
Þroskaþjálfi í Varmahlíðarskóla
sif@vhls.is