Hér undir verður að finna ýmislegan fróðleik er tengist dómgæslu í frjálsum íþróttum.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið (World Athletics, WA) er æðsta stofnun á heimsvísu sem fer með málefni frjálsra íþrótta. Í viðurkenndum frjálsíþróttakeppnum skal því ávallt fara eftir keppnis- og tæknireglum World Athletics (e. World Athletics Competition and Technical Rules, hér eftir keppnisreglur WA). Sé keppni ekki í samræmi við keppnisreglur WA getur hún ekki talist gild og árangur sem í henni næst er ekki viðurkenndur, hvorki af WA, né FRÍ.
Nýjustu útgáfu af reglubók World Athletics (World Athletics Book of Rules), þar á meðal keppnisreglurnar, má nálgast með því að smella á hlekkinn hér til hliðar. Keppnisreglurnar eru undir Book C, þeim má líka hlaða beint niður af þessari síðu. Ekki er til íslensk þýðing á nýjustu útgáfu keppnisreglanna.
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) er æðsti aðili um öll frjálsíþróttamál innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Auk þess að fara eftir keppnisreglum WA þurfa frjálsíþróttakeppnir á Íslandi því einnig að vera í samræmi við lög og reglugerðir FRÍ og ÍSÍ.